Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2014 | 20:00

Gísli í 6. sæti e. 2. dag á Orange Bowl – á 67 glæsihöggum og fór upp um 24 sæti milli daga!!!

Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur í GK, landsliðskylfingur, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki og sigurvegari Duke of York 2014 lék 2. hring á Boys Junior Orange Bowl Championship á Biltmore vellinum í Coral Gables, í Miami á glæsilegum 67 höggum,  4 undir pari.

Stórglæsilegt!!!

Á hringnum fékk Gísli glæsiörn, 5 fugla, 1 skolla og 1 skramba.  Samtals er Gísli því búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (73 67).

Gísli deilir 6. sætinu með 2 öðrum, sem líka eru búnir að spila á samtals 2 undir pari. Gísli er sá kylfingur sem bætti sig langmest en hann fór upp á skortöflunni um heil 24 sæti úr 30. sætinu sem hann var í, í gær, í 6. sætið.

Nú er bara að halda áfram svona!!! Flottur kylfingur þar sem Gísli er!!!

Til þess að sjá stöðuna á Boys Junior Orange Bowl Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: