Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 09:45

Gísli á 1 yfir pari e. 1. dag í Miami

Gísli Sveinbergsson, GK, tekur þátt í South Beach International Amateur í Miami, Flórída og hóf leik í gær.

Leikið er í Miami Beach golfklúbbnum og Normandy Shores golfklúbbnum og stendur mótið dagana 17.-22. desember 2014.

Gísli lék fyrsta keppnishringinn á golfvellil Miami Beach golfklúbbsins á 1 yfir pari, 71 höggi og er sem stendur í 73.-99. sæti af  210 keppendum þ.e. fyrir ofan miðju sem er ágætis árangur.

56 kylfingar léku undir pari og sá sem efstur er sem stendur er Englendingurinn Richard James, en hann lék golfvöll Normandy Shores á 6 undir pari, 65 höggum.

Til þess að fylgjast með gengi Gísla á South Beach International Amateur SMELLIÐ HÉR: