GHR: Guðmundur Ágúst Ingvarsson nýr formaður GHR – Óskar Pálsson og Katrín Björg gáfu ekki kost á sér í stjórn eftir 21 ár
Fundarstjóri var Bjarni Jónsson
Þær fréttnæmu breytingar urðu á stjórn GRH að Óskar Pálsson formaður til 21 árs og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir gjaldkeri til 21 árs gáfu ekki kost á sér. Nýr formaður er Guðmundur Ágúst Ingvarsson og nýr gjaldkeri er Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.
Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, Steinar Tómasson formaður og Guðmundur Á Ingvarsson gáfu ekki kost á sér áfram í þeirra stað komu þeir Guðmundur Pétur Davíðsson og Þórir Bragason. í barna-og unglinganefnd gáfu Ólafur Stolzenwald formaður og Andri Már Óskarsson ekki kost á sér áfram þar kom inn Guðjón Bragason. Í vallarnefnd urðu líka breytingar þeir Arngrímur Benjamínsson formaður, Gunnar Bragason og Óskar Pálsson gáfu ekki kost á sér áfram, í þeirra stað komu þeir Ólafur Stolzenwald, Jóhann Sigurðsson og Bjarni Jónsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.
Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og bauð nýja menn velkomna.
Stjórn GHR skipa:
Formaður: Guðmundur Ágúst Ingvarsson
Varaformaður: Einar Long
Gjaldkeri: Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir
Ritari: Bjarni Jóhannsson
Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir
1. varamaður: Guðlaugur Karl Skúlason
2. varamaður: Friðrik Sölvi Þórarinsson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
