Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 23:00

GHR: Brynja Sigurðardóttir, Sigríður Hannesdóttir og Ágústa Hugrún Bárudóttir sigruðu í Lancôme mótinu!!!

Hið árvissa Lancôme Open fór fram í gær, 6. maí 2018, á Strandarvelli – en þetta mót hefir líkt og 1. maí mót GHR markað upphaf golftímabilsins hjá mörgum kvenkylfingnum í gegnum áraraðir.

Færri kvenkylfingar tóku þátt í mótinu en oft áður og einungis 21 kvenkylfingur lauk keppni, en því er eflaust köldu veðri um að kenna, en snjór lá yfir Strandarvelli deginum áður þegar 1. maí mótið átti að fara fram, sem frestað hafði verið til 5. maí. Nú varð enn að fresta því!!!

Því nokkuð góð þátttaka miðað við aðstæður að 21 kvenkylfingur víðsvegar af landinu skuli hafa hittst á Hellu!

Leikfyrirkomulag var líkt og undanfarin ár punktakeppni með forgjöf og var það flokkaskipt í 3. flokka.

Í 1. flokki fgj. 0-14 sigraði Brynja Sigurðardóttir, GFB en hún var með 25 punkta.

Heildarúrslit í 1. flokki voru eftirfarandi:

1 Brynja Sigurðardóttir GFB 9 F 9 16 25 25 25
2 Hrafnhildur Óskarsdóttir GR 12 F 10 6 16 16 16

Í 2. flokki fgj. 14.1-25 sigraði Sigríður Hannesdóttir, GHR, en hún var með 30 punkta.

Heildarúrslit í 2. flokki voru eftirfarandi:

1 Sigríður Hannesdóttir GHR 21 F 14 16 30 30 30
2 Ásgerður Þórey Gísladóttir GKG 14 F 9 19 28 28 28
3 Marsibil Sigurðardóttir GHD 20 F 15 13 28 28 28
4 Oddný Þóra Baldvinsdóttir GVS 24 F 13 13 26 26 26
5 Björg Traustadóttir GFB 16 F 10 13 23 23 23
6 Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir GHR 14 F 12 11 23 23 23
7 Gerða Kristín Hammer GG 19 F 11 11 22 22 22
8 Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 21 F 12 9 21 21 21
9 Kristín Elfa Ingólfsdóttir GR 22 F 9 11 20 20 20
10 Guðlaug Sigurðardóttir GR 22 F 8 10 18 18 18
11 Jakobína H Guðmundsdóttir GR 23 F 10 8 18 18 18

Í 3. flokki fgj. 25.1.1-40 sigraði Ágústa Hugrún Bárudóttir, GHR, en hún var með 27 punkta.

Heildarúrslit í 3. flokki voru eftirfarandi:

1 Ágústa Hugrún Bárudóttir GR 27 F 14 13 27 27 27
2 Gróa Ingólfsdóttir GHR 35 F 9 14 23 23 23
3 Ingunn Karen p. Sigurðardóttir GR 35 F 6 14 20 20 20
4 Hólmfríður Jónsdóttir GFB 35 F 4 13 17 17 17
5 Ásta Björk Styrmisdóttir GR 34 F 8 8 16 16 16
6 Sigurveig Þ Sigurðardóttir GR 26 F 7 7 14 14 14
7 Kristi Jo Jóhannsdóttir GR 27 F 4 8 12 12 12
8 Þórunn Sigurðardóttir GHR 35 F 2 4 6 6 6