Auður Elísabet Jóhannsdóttir, GR, sigurvegari í 1. flokki Opna Lancôme 8. maí 2016. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 16:39

GHR: Auður Elísabet, Ásgerður Þórey og Hrönn sigruðu á Opna Lancôme

Hið árlega Lancôme kvennamót í golfi fór að venju fram á Strandarvelli, Hellu, í dag, 8. maí 2016, í dýrðarinnar veðri undir vökulu auga Heklu.

Hekla, 8. maí 2016. Mynd: Golf 1

Hekla, 8. maí 2016. Mynd: Golf 1

Það voru 96 kvenkylfingar skráðir í mótið og luku 87 keppni.

Sem fyrr voru glæsilegar teiggjafir veittar í boði Lancôme, sem og vinningar að heildarverðmæti kr. 800.000,- og er við hæfi að þakka Termu heildverslun fyrir að styrkja mótið svo veglega á ári hverju með glæsilegum Lancôme snyrtivörum.

Leikið var venju samkvæmt í 3 forgjafarflokkum og eru úrslit eftirfarandi:

Úrslit í 1. flokki kvenna (fgj. 0-14):

Auður Elísabet Jóhannsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Auður Elísabet Jóhannsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

1 sæti  Auður Elísabet Jóhannsdóttir GR (16 21) 37 punktar
2 sæti  Anna Snædís Sigmarsdóttir GK (18 18) 36 punktar
3 sæti  Sigríður Kristinsdóttir GR  (13 21) 34 punktar

Úrslit í 2. flokki kvenna (fgj. 14.1 – 25):

Ásgerður

Ásgerður Þórey Gísladóttir, GKG. Mynd: Golf 1

1 Ásgerður Þórey Gísladóttir GKG (17 22) 39 punktar
2 Guðrún Símonardóttir GM (19 20) 39 punktar
3 Auður Ósk Þórisdóttir GM (15 22) 37 punktar

Úrslit í 3. flokki kvenna (fgj. 25.1-36):

Hrönn Harðardóttir, GV. Mynd: Golf 1

Hrönn Harðardóttir, GV. Mynd: Golf 1

1 Hrönn Harðardóttir GV (19 19) 38 punktar
2 Þórhalla Arnardóttir GÖ  (20 18) 38 punktar
3 Ágústa Kristjánsdóttir GO ( 17 17) 34 punktar

Nándarverðlaun:

2. braut Kristi Jo Jóhannsdóttir, GR 2,3 m.

4. braut Berglind Björnsdóttir, GR 5,6 m.

8. braut Björg Traustadóttir, GFB, 2,45 m.

11. braut Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir, GM,  1,65 m.

13. braut Sigríður Kristinsdóttir, GR, 2,75 m.

Auk þess hlutu eftirfarandi 5 kvenkylfingar glæsilega skorkortavinninga: Bjarnheiður J. Guðmundsdóttir, GSE; Guðbjörg Jóhannsdóttir, GK; Kristín Súsanna Birgisdóttir, GSE;   Soffía Ákadóttir, GKG og Þórunn Sigurðardóttir, GHR.

Ingunn Einarsdóttir, GKG, var á besta skorinu 5 yfir pari, 75 höggum, fékk 1 fugl, 11 pör og 6 skolla.

Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR voru á næstbesta skorinu í mótinu, 6 yfir pari, 76 höggum.  Anna Snædís fékk 12 pör og 6 skolla, en Berglind, 2 fugla, 10 pör, 5 skolla og 1 skramba.

Golf 1 var á staðnum og mun myndasería úr mótinu birtast á morgun, 9. maí 2016.