Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2021 | 18:00

GHH: Jóna Benný Kristjánsdóttir og Óli Kristján Benediktsson klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Hornafjarðar Höfn (GHH) fór fram dagana 16.-18. júlí sl.

Enn sem fyrr er það GHH, sem heldur uppi heiðri Austurlands í meistaramótshaldi og er í ár eini klúbburinn á Austurlandi sem heldur meistaramót.

Þátttakendur í ár voru 15 og kepptu þeir í 4 flokkum.

Mótið gekk vel þrátt fyrir mikið rok fyrsta daginn (og annan) og gríðarlega þoku sem tafði aðeins fyrir því að kylfingar færu af stað á degi þrjú.

Klúbbmeistarar GHH 2021 eru þau Jóna Benný Kristjánsdóttir og Óli Kristján Benediktsson.

GHH fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir, en vegna Covid-19 mun afmælishátíð GHH ekki verða haldin fyrr en næsta vor, 2022.

Sjá má helstu úrslit í meistaramóti GHH hér að neðan:

Meistaraflokkur karla: (3)
1. Óli Kristján Benediktsson
2. Halldór Steinar Kristjánsson
3. Jón Guðni Sigurðsson

Jóna Benný f.m. klúbbmeistari kvenna í GHH 2021

Meistaraflokkur kvenna: (3)
1. Jóna Benný Kristjánsdóttir
2. Lilja Rós Aðalsteinsdóttir
3. Laufey Ósk Hafsteinsdóttir

1 flokkur karla: (7)
1. Haraldur Jónsson
2. Guðjón Björnsson
3. Gestur Halldórsson

1. flokkur kvenna (2)
1. sæti Erla Þórhallsdóttir
2. Arna Þórhallsdóttir