Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2015 | 11:00

GHH: 1. maí mótið féll niður

Golfklúbburinn á Höfn í Hornafirði ætlaði að standa fyrir 1. maí móti, en það féll niður vegna mikils snjós sem lá yfir hinum ægifagra Silfurnesvelli (Sjá meðfylgjandi mynd).

6 kylfingar voru búnir að skrá sig í 1. maí mótið og smá sárabót e.t.v. að völlurinn er opinn í dag, sunnudaginn 3. maí 2015 og næsta mót verður strax að viku liðinni.

Þeir sem ekki hafa spilað 9-holu golfvöll Hornfirðinga, Silfurnesvöll,  ættu að bregða sér til Hornafjarðar í sumar; sérstaklega mælir Golf 1 með Humarhátíðarmótinu á Humarhátíðinni á Höfn, sem verður 27. júní n.k.!  Ótrúlega góð humarsúpa sem boðið er upp á hjá GHH að hring loknum!

Mótanefnd GHH er annars búin að kortleggja golfsumarið að stærstum hluta. Mörg önnur mót eru í boði og spennandi sumar framundan þar sem lofað er að sól og sæla munu leika aðalhlutverkið!

Hér má svo sjá mótaskrá þeirra Hornfirðinga:

1-a-GHH-motaskra