
GHG skrifar undir samning við Hveragerðisbæ – viðurkenningar afhentar íþróttamönnum í Hveragerði
Föstudaginn 30 desember var athöfn í Listasafni Árnesinga þar sem afhentar voru viðurkenningar frá Hveragerðisbæ fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum íþrótta.
Gunnar Marel Einarsson og Þuríður Gísladóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í golfi.
Úr hópi þeirra sem fengu viðurkenningar voru valdir íþróttamenn Hveragerðis. Fyrir valinu urðu Íris Ásgeirsdóttir, körfuknattleikskona og Úlfar Jón Andrésson, íshokkímaður.
Nýr þjónustusamningur milli GHG og Hveragerðisbæjar var undirritaður við afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna í Hveragerði.
Samningurinn gildir út árið 2014 og tekur til þjónustu sem GHG veitir Hveragerðisbæ á sviði barna og unglingastarfs ásamt þjónustu við knattspyrnuvelli og fleira.

Helga Kristjánsdóttir, staðgengill bæjarstjóra í Hveragerði og Erlingur Arthúrsson, formaður GHG, við undirskrift samningsins. Mynd: www.ghg.is
Það voru Erlingur Arthúrsson formaður GHG og Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra sem skrifuðu undir samninginn.
Heimild: Heimasíða Golfklúbbs Hveragerðis,www.ghg.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024