
GHG skrifar undir samning við Hveragerðisbæ – viðurkenningar afhentar íþróttamönnum í Hveragerði
Föstudaginn 30 desember var athöfn í Listasafni Árnesinga þar sem afhentar voru viðurkenningar frá Hveragerðisbæ fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum íþrótta.
Gunnar Marel Einarsson og Þuríður Gísladóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í golfi.
Úr hópi þeirra sem fengu viðurkenningar voru valdir íþróttamenn Hveragerðis. Fyrir valinu urðu Íris Ásgeirsdóttir, körfuknattleikskona og Úlfar Jón Andrésson, íshokkímaður.
Nýr þjónustusamningur milli GHG og Hveragerðisbæjar var undirritaður við afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna í Hveragerði.
Samningurinn gildir út árið 2014 og tekur til þjónustu sem GHG veitir Hveragerðisbæ á sviði barna og unglingastarfs ásamt þjónustu við knattspyrnuvelli og fleira.

Helga Kristjánsdóttir, staðgengill bæjarstjóra í Hveragerði og Erlingur Arthúrsson, formaður GHG, við undirskrift samningsins. Mynd: www.ghg.is
Það voru Erlingur Arthúrsson formaður GHG og Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra sem skrifuðu undir samninginn.
Heimild: Heimasíða Golfklúbbs Hveragerðis,www.ghg.is
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge