Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2012 | 07:00

GHG skrifar undir samning við Hveragerðisbæ – viðurkenningar afhentar íþróttamönnum í Hveragerði

Föstudaginn 30 desember var athöfn í Listasafni Árnesinga þar sem afhentar voru viðurkenningar frá Hveragerðisbæ fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum íþrótta.

Frá verðlaunaafhendingunni. Mynd: www.ghg.is

Gunnar Marel Einarsson og Þuríður Gísladóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í golfi.

Úr hópi þeirra sem fengu viðurkenningar voru valdir íþróttamenn Hveragerðis. Fyrir valinu urðu Íris Ásgeirsdóttir, körfuknattleikskona og Úlfar Jón Andrésson, íshokkímaður.

Nýr þjónustusamningur milli GHG og Hveragerðisbæjar var undirritaður við afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna í Hveragerði.
Samningurinn gildir út árið 2014 og tekur til þjónustu sem GHG veitir Hveragerðisbæ á sviði barna og unglingastarfs ásamt þjónustu við knattspyrnuvelli og fleira.

Helga Kristjánsdóttir, staðgengill bæjarstjóra í Hveragerði og Erlingur Arthúrsson, formaður GHG, við undirskrift samningsins. Mynd: www.ghg.is

Það voru Erlingur Arthúrsson formaður GHG og Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra sem skrifuðu undir samninginn.

Heimild: Heimasíða Golfklúbbs Hveragerðis,www.ghg.is