Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2014 | 07:00

GHG: Ólafur Lofts með nýtt vallarmet á Gufudalsvelli – 64 högg

Ólafur Björn Loftsson, NK, setti nýtt vallarmet á Gufudalsvelli, laugardaginn 7. júni en hann kom hingað til lands frá Bandaríkjunum, þar sem hann leikur á EuroPro  mótaröðinni.

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Golf 1

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Golf 1

Ólafur Björn lék hringinn á Gufudalsvelli á nýju vallarmeti 8 undir pari, 64 höggum!

Fyrra met átti Hjörtur Levi Pétursson og var þad upp á 6 undir pari, 66 högg.

A heimasiðu Ólafs Björns sagði um Hveragerðisferðina: “Fastagestur á flugvöllum þessa dagana. Kom til Íslands í gærmorgun frá Norður-Ameríku og er nú á leiðinni til Englands í mót á Europro mótaröðinni sem hefst á miðvikudaginn. Ég lagði mig í tvo tíma eftir heimkomuna í gær og hélt síðan til Hveragerðis og tók þátt í Icelandair Golfers Open. Þrátt fyrir lítinn svefn og langt ferðalag var ég að gera flotta hluti, sigraði í mótinu á 64 höggum (-8) og setti nýtt vallarmet. Ástand vallarins kom mér skemmtilega á óvart og ég naut þess að geta spilað léttklæddur þrátt fyrir dágóðan vind. Hitinn fór örugglega nálægt 20 gráðum. Skemmtilegur dagur á Íslandi og flott veganesti í næsta mót. Eins og oft áður mæti ég fullur tilhlökkunar til leiks.“

Verðlaun í punktakeppninni fengu:
1 sæti Bjarki Elías Kristjánsson
2. sæti Ólafur Björn Loftsson
3. sæti Jón Karlsson
4. sæti Örn Rúnar Magnússon
5. sæti Júlíus Magnús Sigurðsson

Verðlaun fyrir ad vera næstir holu fengu:
Næst holu á 7/16 Magnús Kári Jónsson
Næst holu á 9/18 Steingrímur Haraldsson

Lengsta drive á 2 braut : Birgir Rúnar Steinarsson Busk