Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 08:00

GHG: Jón Karlsson á besta skorinu í Opna Friðgeirsmótinu

Í gær fór fram Opna Friðgeirsmótið á Gufudalsvelli, í Hveragerði.

Minningarmót Friðgeirs  hefir verið árlegur viðburður hjá GHG síðan 2006 og var því haldið í níunda sinn í ár. Friðgeir Kristjánsson var einn af stofnendum GHG og hafa afkomendur Friðgeirs haldið minningu hans í heiðri og stutt dyggilega við klúbbinn með öflun gæsilegra vinninga í mótið.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Besta skor:  Jón Karlsson 80 högg

Punktar:
1. sæti Össur Friðgeirsson 33 punktar
2. sæti Ólafur Dór Steindórsson 30 punktar
3. sæti Auðunn Guðjónsson 29 punktar

Nándaverðlaun á 7/16 braut Friðrik Sigurbjörnsson
Nándaverðlaun á 9/18 braut Össur Friðgeirsson
Lengsta teighögg á 2. braut Sveinn Steindórsson