Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2016 | 08:00

GHG: Fannar Ingi keppir á gríðarlega sterku móti á Torrey Pines

Fannar Ingi Steingrímsson, sem er 17 ára kylfingur úr GHG í Hveragerði, hefur leik í dag á gríðarlega sterku alþjóðlegu unglingamóti.

Mótið fer fram á hinum þekkta Torrey Pines þar sem Opna bandaríska meistaramótið fór fram með eftirminnilegum sigri Tiger Woods árið 2008.

Það var jafnframt 14. risatitill Woods en hann hefur ekki sigrað á risamóti frá þeimt tíma.

Á hverju ári fer þar fram Farmers Insurance mótið sem er hluti af PGA mótaröðinni.

Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu mót og má þar nefna Tiger Woods, Rory McIlroy, Phil Mickelson og Ernie Els.

Fylgjast má með stöðunni og gengi Fannars Inga í mótinu með því að SMELLA HÉR: