Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2022 | 18:00

GHD: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir fékk ás!!!

Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, GHD, fékk ás á meistaramóti Golfklúbbsins Hamars á Dalvík, sem fram fór 6.-9. júlí 2022.

Gígja keppti í flokki kvenna 65+ og sigraði í þeim flokki!

Gígja fékk ásinn á par-3 7. braut Arnarholtsvallar, sem er 68 m.

Þetta er í 2. sinn sem Gígja fer holu í höggi.

Golf 1 óskar Gígju innilega til hamingju með ásinn!!!