Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2015 | 23:00

GH: Opnun vallar í dag!

Ákveðið var að opna fyrir umferð um Katlavöll á Húsavík, laugardaginn 23.maí, en það verða vetrarteigar og vetrarflatir (hvítu staurarnir) fyrst um sinn.

GH biður fólk að virða merkingar og fara ekki um þar, sem er bleyta. Setja torfusneppla aftur í sárið.

4.braut er stutt, og til að komast uppá 5.teig er farið eftir stígnum ekki fara inn í laut.

Færa skal útaf flötum, alls ekki slá þar eða pútta.

Æfingasvæðið er opið, það eru frekar fáar kúlur að verða eftir í kúluvélinni svo að hún gæti tæmst. Umgengnin um æfingasvæðið mætti vera betri, torfusnepplar út um víðan völl!!

Einnig er litli völlurinn opinn.

Annars er vorið að bresta á og kannski kemur sumar!. Völlurinn lítur ekki illa út svo að með meiri hita þá kemur þetta allt.

Vallarstarfsmenn