
GH: Birna Dögg og Valur Snær klúbbmeistarar 2022
Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur (GH) var haldið dagana 6.-9. júlí 2022.
Þátttakendur, sem luku keppni voru 26 og var keppt í 5 flokkum.
Meistaramótið var spennandi til lokadags. Fjórir flokkar spiluðu alla fjóra dagana en flokkur 67 ára og eldri lék tvo daga
Í flokki 67 ára og eldri var það Bjarni Sveinsson sem sigraði, en hann var jafnframt eini þátttakandinn. Bjarni lék samtals á 166 höggum.
Í 3. flokki karla var æsispennandi keppni milli þriggja efstu manna og réðust úrslitin á síðustu holu mótsins
1. Einar Halldór Einarsson – 416 högg
2. Fannar Ingi Sigmarsson – 417 högg
3. Hilmar Þór Guðmundsson – 418 högg
Í 2. flokki karla var sigurvegari í sérflokki en 25 höggum munaði þegar uppi var staðið á 1. og 2. sæti.
1. Axel Reynisson – 315 högg
2. Davíð Helgi Davíðsson – 340 högg
3. Methúsalem Hilmarsson – 358 högg
Í 1. flokki kvenna varði klúbbmeistarinn titilinn sinn örugglega, en úrslit um 3. sætið lauk ekki fyrr en eftir bráðabana.
1. Birna Dögg Magnúsdóttir – 335 högg
2. Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir – 390 högg
3. Hulda Þórey Garðarsdóttir – 408 högg eftir bráðabana gegn formanni okkar Birnu Ásgeirsdóttur sem einnig lék á 408 höggum.
Í 1. flokki karla var krýndur nýr klúbbmeistari en hann er á 16. aldursári.
Sá lék gríðar öflugt golf og verður gaman að fylgjast með afrekum hans á komandi árum.
1. Valur Snær Guðmundsson – 291 högg
2. Arnþór Hermannsson – 295 högg
3. Agnar Daði Kristjánsson – 307 högg
Mótið gekk í alla staði mjög vel. Veðrið milt og gott ásamt því að Katlavöllur á Húsavík er í algjöru toppstandi.
Í aðalmyndaglugga: Birna Dögg og Valur Snær, klúbbmeistarar GH 2022. Mynd: GH.
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða