GH: Birna Dögg og Valur Snær klúbbmeistarar 2022
Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur (GH) var haldið dagana 6.-9. júlí 2022.
Þátttakendur, sem luku keppni voru 26 og var keppt í 5 flokkum.
Meistaramótið var spennandi til lokadags. Fjórir flokkar spiluðu alla fjóra dagana en flokkur 67 ára og eldri lék tvo daga
Í flokki 67 ára og eldri var það Bjarni Sveinsson sem sigraði, en hann var jafnframt eini þátttakandinn. Bjarni lék samtals á 166 höggum.
Í 3. flokki karla var æsispennandi keppni milli þriggja efstu manna og réðust úrslitin á síðustu holu mótsins
1. Einar Halldór Einarsson – 416 högg
2. Fannar Ingi Sigmarsson – 417 högg
3. Hilmar Þór Guðmundsson – 418 högg
Í 2. flokki karla var sigurvegari í sérflokki en 25 höggum munaði þegar uppi var staðið á 1. og 2. sæti.
1. Axel Reynisson – 315 högg
2. Davíð Helgi Davíðsson – 340 högg
3. Methúsalem Hilmarsson – 358 högg
Í 1. flokki kvenna varði klúbbmeistarinn titilinn sinn örugglega, en úrslit um 3. sætið lauk ekki fyrr en eftir bráðabana.
1. Birna Dögg Magnúsdóttir – 335 högg
2. Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir – 390 högg
3. Hulda Þórey Garðarsdóttir – 408 högg eftir bráðabana gegn formanni okkar Birnu Ásgeirsdóttur sem einnig lék á 408 höggum.
Í 1. flokki karla var krýndur nýr klúbbmeistari en hann er á 16. aldursári.
Sá lék gríðar öflugt golf og verður gaman að fylgjast með afrekum hans á komandi árum.
1. Valur Snær Guðmundsson – 291 högg
2. Arnþór Hermannsson – 295 högg
3. Agnar Daði Kristjánsson – 307 högg
Mótið gekk í alla staði mjög vel. Veðrið milt og gott ásamt því að Katlavöllur á Húsavík er í algjöru toppstandi.
Í aðalmyndaglugga: Birna Dögg og Valur Snær, klúbbmeistarar GH 2022. Mynd: GH.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
