Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2011 | 18:00

GH: Arnþór Hermannsson fór holu í höggi!

Húsvíkingurinn og fótboltakappinn Arnþór Hermannsson fór holu í höggi sunnudaginn 18. september s.l.  Draumahöggið var slegið á 5. braut Katlavallar sem er 152 metra par-3 braut.  Pabbi Arnþórs var kaddý og sagði honum að 8 járnið yrði aldrei nóg þannig að Arnþór sló höggið góða með 7 unni!

Golf 1 óskar Arnþóri til hamingju með afrekið!