Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 14:00

GH: Arnar Vilberg, Jóhanna og Karl Hannes sigruðu á Opna Goða Mærudagsmótinu

Sl. laugardag, 25. júlí, fór fram Opna Goða Mærudagsmótið á Katlavelli á Húsavík.

Þátttakendur voru 74 og 71 lauk keppni, þar af 14 kvenkylfingar.

Keppnisform var höggleikur karla og kvenna sem og punktakeppni í einum opnum flokki.

Veitt voru þrenn verðlaun í fyrrgreindu tveimur flokkunum og sex verðlaun í punktakeppninni og voru öll verðlaunin frá Norðlenska. Auk þess var dregið úr skorkortum.

Úrslitin í Opna Goða Mærudagsmótinu voru eftirfarandi:

Höggleikur karla

1 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 F 40 37 77 7 77 77 7
2 Karl Hannes Sigurðsson GH 6 F 39 38 77 7 77 77 7
3 Ólafur Auðunn Gylfason GÓ 2 F 38 41 79 9 79 79 9

Höggleikur kvenna

1 Jóhanna Guðjónsdóttir GH 15 F 45 44 89 19 89 89 19
2 Kristín Magnúsdóttir GH 21 F 44 52 96 26 96 96 26
3 Unnur Elva Hallsdóttir GA 19 F 44 54 98 28 98 98 28

Opinn flokkur 1.-6. sæti í punktakeppni

1 Karl Hannes Sigurðsson GH 6 F 17 18 35 35 35
2 Agnar Daði Kristjánsson GH 10 F 20 15 35 35 35
3 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 F 16 18 34 34 34
4 Bjarni Sveinsson GH 13 F 18 16 34 34 34
5 Kristín Þórisdóttir GKG 27 F 16 17 33 33 33
6 Jóhanna Guðjónsdóttir GH 15 F 17 16 33 33 33