Fossinn á 7. braut Meðaldalsvallar á Þingeyri. Brautin þykir ein sú fallegasta á landinu. Er nú ekki kominn tími á að Gláma haldi aftur meistaramót? Mynd: Bæjarins besta.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 09:00

GGL: Ólafur Ragnarsson klúbbmeistari 2015

Þann 11. júlí s.l. fór fram meistaramót Golfklúbbsins Glámu á Þingeyri.

Er það mikið fagnaðarefni, því í fyrra féll meistaramót klúbbsins niður.

Frábært að Gláma skuli aftur halda meistaramót – enda ekki annað hægt á glæsilegum Meðaldalsvelli, sem er með eina fallegustu par-3 braut landsins!!!

Í ár voru þátttakendurnir 5 allt karlkylfingar og mættu kvenkylfingar á Þingeyri fjölmenna næst! – En engu að síður frábært að meistaramót skuli hafa verið haldið.

Klúbbmeistari Golfklúbbsins Glámu er Ólafur Ragnarsson.

Hér eru heildarúrslitin úr meistaramóti Glámu 2015:

1. sæti  Ólafur Ragnarsson  89 högg 17 yfir pari
2. sæti Birgir Thomsen Karlsson  93 högg  21 yfir pari
3. sæti  Jóhannes Kristinn Ingimarsson 105 högg 33 yfir pari
4. sæti  Líni Hannes Sigurðsson 119 högg 47 yfir pari
5. sæti  Stefán Hannibal Hafberg GGL 138 högg 66 yfir pari