Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2022 | 18:00

GG: Helgi Dan og Björn Birgisson með draumahögg á sama sólarhring

Á facebook síðu Golfklúbbs Grindavíkur segir á laugardeginum 23. júlí sl.:

Á síðustu 24 tímum hafa tveir félagsmenn farið holu í höggi á Húsatóftavelli.
Í gær fór Björn Birgisson holu í höggi á annarri holu og teljum við að Björn sé fyrstur allra til þess að ná þessum árangri á þessari holu. Ekki er vitað hvaða verkfæri Björn notaði í höggið.
Fyrr í dag fór klúbbmeistarinn okkar Helgi Dan Steinsson holu í höggi á 5. braut, 153m, og notaði áttuna í það högg.

Golf 1 óskar Birni og Helga Dan innilega til hamingju með draumahöggin!

Í aðalmyndaglugga: Skálarnir tveir á Húsatóftavelli.