GG: Björgvin og Sigurður Óskar sigruðu á Sjóaranum síkáta
Sjóarinn Síkáti – Þorbjörn HF, hið vinsæla golfmót Golfklúbbs Grindavíkur var haldið s.l. laugardag (laugardaginn 4. júní 2016) í tengslum við bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarann síkáta, sem fram fór í ár 3.-5. júní 2016.
Ræst var út af öllum teigum samtímis kl. 08:30.
Eins og undanfarin ár var engu til sparað til að gera mótið sem veglegast. Uppistaða vinninga var sjófrystur fiskur og Grindvíkingar sannarlega höfðingjar heim að sækja.
Keppnisfyrirkomulag var almennt og veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni og fyrir besta skor.
Þátttakendur voru 76 og þar af luku 72 leik; þar af 6 kvenkylfingar og af þeim stóðu Hrefna Harðardóttir, GM sig best en hún var með flesta punkta 34 og var þar að auki ein af 3 sem var á besta skorinu í kvennaflokki eða 94 höggum. Hinar tvær sem einnig léku á 94 höggum voru heimakonan Svava Agnarsdóttir, GG og Björg Guðrún Bjarnadóttir, GM.
Á besta skorinu í Sjóaranum síkáta var Björgvin Sigmundsson, GS, en hann lék Húsatóftavöll á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum – á skollalausum hring þar sem hann fékk 4 fugla, 13 pör og 1 skramba.
Efstu menn í punktakeppni með forgjöf voru eftirfarandi:
1 Sigurður Óskar Waage GM 10 F (16 23) 39 punktar
2 Bjarni Andrésson GG 8 F (18 21) 39 punktar
3 Ásgeir Ásgeirsson GG 4 F (16 21) 37 punktar
Til þess að sjá lokastöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:
Dregin voru út verðlaun úr skorkortum viðstaddra í mótslok.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
