Frá Skeggjabrekkuvelli – heima- og uppáhaldsgolfvelli Bjargar.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2021 | 22:00

GFB: Brynja og Sigurbjörn klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar (GFB) fór fram á Skeggjabrekkuvelli dagana 5.-10. júlí sl.

Þátttakendur voru 21 og kepptu þeir í 6 flokkum.

Klúbbmeistarar GFB eru þau Brynja Sigurðardóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson.

Sjá má öll úrslit hér að neðan:

Meistaraflokkur karla (4)

1 Sigurbjörn Þorgeirsson +5 209 högg (72 68 69)
2 Bergur Rúnar Björnsson +16 220 högg (71 73 76)
3 Ármann Viðar Sigurðsson +26 230 högg (81 78 71)
4 Halldór Ingvar Guðmundsson +55 259 högg (90 91 78)

1. flokkur kvenna (5)

1 Brynja Sigurðardóttir +35 239 högg (80 79 80)
2 Björg Traustadóttir +36 240 högg (83 82 75)
3 Dagný Finnsdóttir +42 246 högg (87 79 80)
4 Sara Sigurbjörnsdóttir +61 265 högg (85 85 95)
5 Rósa Jónsdóttir +63 267 högg (96 85 86)

1. flokkur karla (2)
1 Þorleifur Gestsson +49 253 högg (87 80 86)
2 Eiríkur Pálmason +63 267 högg (82 95 90)

2. flokkur kvenna (1)
1 Jóna Kristín Kristjánsdóttir +58 194 högg (50 51 46 47)

3. flokkur kvenna (6)
1 Anna María Björnsdóttir +76 178 högg (58 63 57)
2 Kristín Jakobína Pálsdóttir +81 183 högg (59 59 65)
3 Kristjana V Valgeirsdóttir +86 188 högg (60 61 67)
4 Diljá Helgadóttir +88 190 högg (62 66 62)
5 Sunna Eir Haraldsdóttir +90 192 högg (62 62 68)
6 Auður Kapitola Einarsdóttir +103 205 högg (66 67 72)

Karlar 67+ (3)
1 Björn Kjartansson +28 164 högg (40 43 38 43)
2 Guðbjörn Arngrímsson +46 182 högg (44 45 47 46)
3 Sigmundur Agnarsson +65 201 högg (53 46 48 54)