Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2018 | 23:00

Georgia Hall sigraði á Opna breska kvenrisamótinu!!!

Það var enski kylfingurinn Georgia Hall, sem sigraði á Ricoh Women´s British Open, kvenrisamótinu.

Mótið fór fram á Royal Lytham & St. Annes.

Georgia lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi ( 67 68 69 67).

Georgia átti 2 högg á þá sem næst kom, Pornanong Phatlum frá Thaílandi sem lék á samtals 15 undir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð og munaði þar 5 höggum.

Sjá má lokastöðuna á Opna breska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR: