Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2011 | 07:00

Genginn er einhver besti kylfingur sögunnar – Kim Jong-Il í Norður-Kóreu

Besti kylfingur sögunnar er látinn. (Snökkt, snökkt – frétttir af hópgrátsamkundum Norður-Kóreu berast alla leið til Íslands!)

Einræðisherrann og súperstjörnukylfingurinn  Kim Jong-Il lést 69 ára að aldri — sem er aldur við hæfi, því 69 er undir pari á öllum löglegum golfvöllum.

Kim Jong-Il
Kim Jong-Il þurfti aldrei á sveiflu-
þjálfara eða golfkennara að halda
til að ná tökum á golfíþróttinni!

Kim spilaði á -38 höggum undir pari m.ö.o. átti hring upp á 34 högg, þ.á.m. fór hann 11 sinnum holu í höggi á 7.700 yarda (7041 metra löngum) keppnisvellinum í Pyongyang á FYRSTA HRING ÆVINNAR, skv. ríkisfjölmiðlum Norður-Kóreu. Það var árið 1994 þegar Kim var 52 ára. Það sem var jafnvel enn flottara var að Kim var bara 1,6 metra hár, en þrátt fyrir það var hann fær um að takast á hendur völl sem er jafnlangur völlum sem spilaðir eru á risamótum á hverju ári. Hver veit hversu langt Kim hefði náð ef hann hefði byrjað fyrr? Hver veit hversu oft honum hefir tekist að bæta 34 högga methring sinn, þennan fyrsta á ferlinum.

Það sem við vitum er að það skiptir ekki máli hversu mörg risamót Tiger Woods vinnur eða vinnur ekki – öll umræðan um Tiger vs. Jack er bara gaspur um hver sé næst- eða næstnæstbesti kylfingur sögunnar.

En hafið yfir allan óumdeilanleika frábærleika hans á golfvellinum er líklega einföld nálgun Kim að leiknum, sem mun líklega verða varandi golfarfleifð hans. Meðan aðrir frábærir kylfingar hafa skrifað bækur fullar af ráðleggingum, trikkum og sveifluhugsunum, þá hefir Kim bestu nálgunina í að ná tökum á golfíþróttinni: Látið ríkisrekið áróðursráðuneyti sjá um lygarnar fyrir ykkur.

Reynið það næst þegar þið spilið!

Heimild: ESPN  – Fyrir þá sem vilja er hægt að sjá frábæra grein DJ Gallo á ensku með því að smella HÉR: