Gengið framhjá Hall
Georgia Hall er jákvæð þó hún hafi ekki hlotið viðurkenningu BBC á að vera íþróttamaður ársins í Bretlandi (BBC Sports Personality of the Year).
Margar af kynsystrum hennar í golfinu voru þó ekkert að liggja á skoðun sinni hvað þeim finndist um að gengið hefði verið framhjá Hall í verðlaunaafhendingunni, t.a.m. tvítaði golfdrottningin skoska Catriona Matthew að hún hefði skipt um sjónvarpsstöð þegar úrslitin lágu fyrir þ.e. frá BBC yfir á Channel 5 til þess að horfa á Elf.
Afrek Georgiu Hall er að hafa sigrað á heimavelli á Opna breska fyrst breskra kvenna frá því að Catriona Matthew hampaði bikarnum í þessu elsta og virtasta kvenrisamóti heims 2009.
Afrek Georgiu fékk minna en 10 sekúndur í umfjöllun á BBC og henni var ekki einu sinni boðið að halda ræðu.
Georgía var ekkert vonsvikin, segist aldrei hafa sóttst eftir að vera í kastljósi fjölmiðla: „Mér er ekkert um neitt umstang og ég gerði ráð fyrir að ég sé eins og pabbi hvað þetta snertir,“ en þar er Georgia að vísa til föður síns, Wayne, sem var kylfusveinn hennar á Royal Lytham & St Annes, þar sem hún vann fyrsta risatitil sinn nú í sumar.
„Ég hugsa að það hafa tekið mig mánuð að átta mig á því hvað þetta (sigurinn) þýddi, sérstaklega fyrir unga kvenkylfinga. Bresk kona hafði ekki sigrað á Opna breska í 10 ár og ensk ekki í 14 ár.“
„Maður er sér þess ekkert meðvitaður á þeim tíma, maður einbeitir sér bara að því að sigra, en nú get ég sé hversu frábær áhrif þetta hefir haft og vonandi verður þetta sem flestum hvattning. Svo margar ungar stúlkur hafa sent mér skilaboð og sagst hafa byrjað að fara á æfingasvæðið með feðrum sínum, alveg eins og ég gerði þegar ég var 7 ára. Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig og er nokkuð sem ég er mjög stolt af.„
Georgía berst ekki mikið á þrátt fyrir skjótan frama; í ár er hún komin í 8. sætið á Rolex-heimslista kvenna og hefir þegar skotið golfdrottningunni Lauru Davies ref fyrir rass með því að slá met hennar sem yngsti kvenkylfingurinn til þess að verða tvívegis efst á stigalista LET. Það eina sem hún hefir veitt sér eftir að hafa halað inn 400.000 pundum í verðlaunafé er hringur og hún er ákveðin í því að Bandaríkin heilli hana ekkert.
„Ég sé sjálfa mig ekkert búa þar (í Bandaríkjunum),“ sagði Georgía. „Ég er mjög bresk. Þetta er heimili mitt og mér líkar að lifa skynsamlega. Ég held bara ekkert að Bandaríkin henti mér.“
Hins vegar hefir hún ekkert á móti því að sigra í mótum í Bandaríkjunum, sbr.: „Markmið mitt var að sigra á báðum mótaröðum (LET og LPGA) og ég gerði það í Lytham því Opna breska telur sem mót á LPGA, líka. Þetta var fyndið því eftir sigurinn spurðu margir mig að því hvort ég ætlaði ekki að taka mér frí til þess að meðtaka þetta allt, en aðalatriðið fyrir mig að var að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri ekki bara heppnis sigur. Í fyrsta mótinu eftir Opna í Bandaríkjunum varð ég í 2.sæti og það hafði meiri þýðingu fyrir mig en fólk taldi. Næsta ár er líka gríðarstórt. Að komast í 1. sæti heimslistans er meðal markmiða og ég veit hversu mikla vinnu ég þarf að leggja í til þess að komast þangað. „
Sjálfstrú Georgíu Hall og ákveðni hefir ekki beðið hnekki þó gengið hafi verið framhjá henni í vali á BBC íþróttamanni ársins í Bretlandi.
Georgia Hall var ekki einu sinni meðal þeirra 6 sem BBC sagðist þurfa að velja á milli í lokin en það voru: Harry Kane, Dina Asher-Smith, Lewis Hamilton, James Anderson, Lizzy Yarnold og sá sem síðan sigraði Geraint Thomas.
Who the heck is Geraint Thomas? (Hver í helvítinu er Geraint Thomas?) Jú, hann sigraði í Tour de France nú í ár! … og er auðvitað vel að sigrinum kominn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
