Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2022 | 16:45

Geir Svansson látinn

Geir Svansson fæddist í Reykjavík 6. maí 1957 og var því aðeins 64 ára þegar hann lést.

Geir var son­ur hjón­anna Ernu Hreins­dótt­ur og Svans Friðgeirs­son­ar. Að loknu grunn­skóla­námi í Breiðagerðis­skóla og Rétt­ar­holts­skóla stundaði Geir nám við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð. Hann lauk gráðu í ensku og bók­mennt­um frá Há­skóla Íslands og nam einnig bók­mennta­fræði á meist­ara­stigi bæði við HÍ og San Jose State Uni­versity, í Banda­ríkj­un­um.

Geir starfaði sem kenn­ari við Mennta­skól­ann við Hamra­hlíð áður en hann gerðist blaðamaður á Morg­un­blaðinu. Hann kenndi við Há­skóla Íslands og í Lista­há­skól­an­um og var einnig leiðbein­andi loka­verk­efna við báða skóla. Hann birti meðal ann­ars skrif um hinseg­in­fræði, Megas og átti stærst­an þátt í að flytja hug­mynd­ir franska heim­spek­ings­ins Je­an Bau­drill­ard inn í ís­lenska fræðaum­ræðu.

Geir var um langt árabil meðal fremstu kylfinga landsins, og lék bæði með landsliði unglinga – og fullorðinna.

Hann keppti fyrir Íslands hönd á þremur Evrópumeistaramótum á áttunda áratug síðustu aldar.

Þegar keppnisferlinum lauk tók Geir, um nokkurt skeið, virkan þátt í starfsemi Golfsambands Íslands m.a. við hönnun golfvalla víða um land.

Geir starfaði um langt árabil sem bókmenntagagnrýnandi. Hann ritstýrði fjölda bóka og gaf út fyrstu bækurnar sem birtar voru á íslensku um golfíþróttina, eina frumsamda og aðra í þýðingu.

Geir var kvænt­ur Irmu Erl­ings­dótt­ur, pró­fess­or og for­stöðumanni við Há­skóla Íslands. Dæt­ur þeirra eru Gríma Eir og Svan­hild­ur Þóra.

Útför Geirs fór fram frá Dómkirkjunni í dag, 1. apríl 2022.

Golf1 vottar fjölskyldu, aðstandendum og vinum Geirs innilega samúð.

Í aðalmyndaglugga: Geir Svansson. Mynd: GSÍ