Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2019 | 19:00

Gecko: Guðmundur Ágúst í 2. sæti á Westin La Quinta

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnumaður úr GR og Þórir Björgvinsson, GÖ, tóku þátt í Westin La Quinta mótinu, sem fór fram dagana 4.-5. febrúar 2019 og lauk í dag.  Mótið var hluti af Gecko mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu; lék á samtals 8 undir pari, 134 höggum (64 69).

Þórir varð T-43 á 23 yfir pari, 165 höggum (82 83), en 50 tóku þátt í mótinu.

Sigurvegari mótsins varð Finninn Oliver Lindell, sem lék á 12 undir pari, 130 höggum (64 44).

Sjá má lokastöðuna á Westin La Quinta mótinu með því að SMELLA HÉR: