Það er fallegt í Öndverðarnesinu. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2011 | 07:00

GD og GÖ: Aðalfundir í dag 30. nóvember 2011

Aðalfundur golfklúbbsins Dalbúa fer fram miðvikudaginn 30. nóvember 2011 og verður haldinn í Sal Rafiðnaðarsambandsins að Stórhöfða 31 og hefst kl. 17:15. 

Dagskrá fundarins er skv. 16. gr. laga félagsins:

1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.

2. Kynning á endurskoðuðum  ársreikningi félagsins.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og hann borinn upp til samþykktar.

4. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.

5. Tillögur sem borist hafa teknar til umræður og afgreiðslu.

6. Ákveðið árgjald fyrir næsta starfsár.

7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.

8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

9. Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs til samþykktar.

10. Önnur mál.

Á fundinum verða einnig veitt framfaraverðlaun fyrir árið 2011 til þess félaga Dalbúa, sem sýnt hefur mestar framfarir á árinu.

Félagar eru hvattir til að mæta tímanlega og fjölmenna á fundinn.

Stjórnin.

—————————————————————————–

Aðalfundur Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ)  verður haldinn miðvikudaginn  30.  nóvember kl. 20:00.  Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Múrarameistarafélags Reykjavíkur að Skipholti 70, Reykjavík, 2 hæð.

Dagskrá skv. 15. gr. í lögum GÖ:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi.

4. Umræða um skýrslu stjórnar og ársreikning og

ársreikningur borinn upp til samþykktar.

5. Umræða og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar

6. Árgjöld klúbbsins ákveðin.

7. Kjör stjórnar og varamanna.

8. Kjör tveggja endurskoðenda.

9. Önnur mál.

Stjórn GÖ hvetur félagsmenn til að mæta á fundinn og þakkar gott samstarf á liðnu sumri.