Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 10:00

GBE: Þórunn Sif með 50 punkta á Vormótinu! – Steinar Snær á besta skorinu

Í gær, 24. maí 2014, fór fram Vormót GBE á Byggðarholtsvelli á Eskifirði.

Þátttakendur voru 40 (35 karl- og 5 kvenkylfingar).

Keppnisfyrirkomulag var almennt þ.e. veitt 1 verðlaun fyrir efsta sætið í höggleik og 3 efstu sætin í punktakeppni.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Besta skor: Steinar Snær Sævarsson, GBE, 79 högg.

Úrslit í punktakeppni:

1. sæti Þórunn Sif Friðriksdóttir, GBE,  50 punktar

2. sæti Steinar Snær Sævarsson, GBE, 38 punktar

3. sæti Guðmundur Halldórsson, GBE, 38 punktar

4. sæti Magnús Gunnar Eggertsson, GKF, 36 punktar