Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 21:45

GBE: Sveit GBE Austurlandsmeistarar!!!

Í fréttatilkynningu frá Golfklúbbi Byggðarholts (GBE) á Eskifirði segir eftirfarandi:

„Um síðastliðna helgi sendum við (GBE) lið í Sveitakeppni Austurlands sem haldin var á Seyðisfirði.

Í riðlunum lentum við á móti GKF og GFH.

Við unnum GKF 4-0 en gerðum jafnt við GFH 2-2,  en við fórum samt áfram í úrslit á fleiri holum unnum.

Í úrslitum lentum við á móti sveit GN og aftur fór 2-2 en unnum við aftur á fleiri holum. Unnum við því Sveitakeppni Austurlands.

Í sveit GBE voru: Bjarni Kristjánsson, Jóhann Hafþór Arnarson, Steinar Snær Sævarsson, Rósmundur Örn Jóhannsson og Hermann Ísleifsson.

Okkur langar að þakka Seyðfirðingum fyrir gott mót.“