Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2016 | 23:00

GBB: Hildur Kristín og 13 ára strákur Flosi Valgeir á besta skorinu á Arnarlaxmótinu!!!

Á kvenfrelsisdaginn, 19. júní 2016 fór fram á Litlueyrarvelli á Bíldudal, Arnarlaxmótið, en það mót er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni á Vestfjörðum.

Mótið var flokkaskipt í kvenna-og karlaflokk og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í annars vegar höggleik án forgjafar og höggleik með forgjöf og var ekki hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í einum opnum unglingaflokki í höggleik án forgjafar.

Þá var dregið úr skorkortum þeirra, sem ekki höfðu tekið verðlaun, í lok móts.

Þátttakendur voru alls 54 – þar af 13 kvenkylfingar.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar – karlar:

1. sæti Karl Ingi Vilbergsson, GÍ,  3 yfir pari –  73 högg.

2. sæti Ásgeir Guðmundur Gíslason, GÍ, 7 yfir pari – 77 (40 37) högg.

3. sæti Magnús Jónsson, GBB,  7 yfir pari – 77 (39 38) högg.

 

Höggleikur með forgjöf – karla

1 sæti Neil Shiran K Þórisson, GÍ, 78 högg, fgj. 13 nettó 65 högg.

2. sæti Kristinn Þórir Kristjánsson, GÍ, 77 högg, fgj. 6 nettó 71 högg.

3. sæti Páll Guðmundsson, GBO, 82 högg, fgj. 10, 72 högg.

 

Hildur Kristín Þorvarðardóttir, fallega dóttir Röggu Sig var á glæsilegu skori á Bíldudal 2 undir pari, 68 höggum!!! Mynd: Í einkaeigu

Hildur Kristín Þorvarðardóttir, ein fallegra dætra Röggu Sig var á glæsilegu skori á Bíldudal 2 undir pari, 68 höggum!!! Mynd: Í einkaeigu

Höggleikur án forgjafar – konu

1 sæti Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GÍ – 2 undir pari 68 högg.

2 sæti Brynja Haraldsdóttir, GP – 16 yfir pari, 86 högg.

3 sæti Sólveig Pálsdóttir, GÍ – 21 yfir pari, 91 högg.

 

Höggleikur með forgjöf – konur

1 sæti Kristín Hálfdánsdóttir, GÍ 104 högg fgj. 28 nettó 76 högg.

2 sæti Freyja Sigmundsdóttir, GBB 109 högg fgj. 28 nettó 81 högg.

3 sæti Valdís Hrólfsdóttir, GBO 100 högg fgj. 19 nettó 81 högg.

 

Unglingaflokkur án forgjafar: 

1. sæti Flosi Valgeir Jakobsson GKG – 13 ára 2 undir pari – 68 högg.

2. sæti Jón Hjörtur Jóhannesson GÍ – 17 ára 5 yfir pari – 75 högg.

3. sæti Elías Ari Guðjónsson GÍ – 16 ára 5 yfir pari – 75 högg.