Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2014 | 08:04

GB: Stjórn kjörin á aðalfundi – Klúbburinn skuldsettur – framhaldsfundur boðaður

Aðalfundur GB var haldinn að Hótel Hamri 27. nóvember. Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn:

Ingvi Árnason formaður
Björgvin Óskar Bjarnason varaformaður
Guðmundur Finnsson ritari
Margrét K Guðnadóttir gjaldkeri
Guðmundur Daníelsson meðstjórnandi
Varastjórn GB:
Guðmundur Eríksson vararitari
Jón J Haraldsson varagjalkeri
Hans Egilsson varameðstj.

Ekki var hægt að ljúka fundinum vegnar óljósrar fjárhagsstöðu GB og þess vegna boðað til framhaldsaðalfundar þegar málin skýrðust.

Í ræðu formanns GB Ingva Jens Árnasonar kom eftirfarandi fram:  „Allt frá árinu 2008 hefur klúbburinn verið að leita leiða til að lækka skuldir, skuldir sem stofnað ver til vegna stækkunar vallarins í 18 holur. Fjármagskotnaður var að óhóflegur, sérstaklega á árunum 2007-2010. Viðræður hafa verið í gangi við „bankann“ okkar um leiðréttingu á stökkbreyttum lánum öll þessi ár frá hruni. Viðræður hafa einnig verið við sveitarfélagið um mögulega aðkomu þeirra. Ekkert hefur komið út úr þessum viðræðum nema tímabundin frysting á öðru láni klúbbsins. Það sem gerið okkur kleyft að halda sjó við þessar aðstæður var að á árunum 2008 – 2012 nutum við vaxandi tekna af vallagestum ásamt því að hagrætt var í rekstri klúbbsins. Nú, eftir tvö mögur ár er „gjaldþol“ okkar brostið. „

Nú á haustdögum tók stjórn klúbbsins þá ákvörðun, að höfðu samráð við ráðgjafa, að tilkynna bankanum að ekki verði greitt frekar af lánum klúbbsins við þessar aðstæður.
Staða er nú þannig að skuldamál klúbbsins eru nú til meðferðar hjá bankanum og gætir ráðgjafi okkar hagsmuna okkar í því ferli.“

Sjá má ársskýrslu GB með því að SMELLA HÉR: