Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 10:45

GB: Bjarki Pétursson er „Íþróttamaður Borgarfjarðar 2011″

Á heimasíðu GSÍ, golf.is er eftirfarandi gleðifrétt frá Golfklúbbi Borgarness:

„Ungmennasamband Borgarfjarðar stóð fyrir kjöri á íþróttamanni ársins 2011 síðastliðinn laugardag með glæsibrag.

Okkar besti og efnilegasti kylfinur Bjarki Pétursson varð fyrir valinu og hlaut nafnbótina „Íþróttamaður Borgarfjarðar 2011“.

Árangur Bjarka á undanförnum árum hefur verið stórbrotinn.Hér að neðan má sjá helsta árangur á síðast keppnistímabili:

Íslandsmeistari unglinga 17 til 18 ára í höggleik   (leikið var á Grafarholtsvelli í Reykjvavík)

Íslandsmeistari unglinga 17 til 18 ára í holukeppni  (leikið á Hamarsvelli í Borgarnesi)

Stigameistari á Arionbanka mótaröð unglinga 17 til 18 ára.

Klúbbmeistari Golfklúbbs Borgarness þriðja árið í röð.

Bjarki vann sér inn rétt til þátttöku í „Duke of York“ unglingamótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool golfklúbbnum. Á mótinu kepptu „landsmeistarar“ unglinga frá 31 landi,Bjarki varð í 16.sæti sem verður að teljast frábær árangur.

Bjarki varð fyrstur í vali á unglingum undir 18 ára aldri sem tóku þátt á Evrópumóti unglinga í Tékklandi.(Prag).“

Golf 1 óskar Bjarka innilega til hamingju með heiðursnafnbótina!