Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2015 | 10:00

GB: Arnar Smári hlaut verðlaun úr Minningar- sjóði Auðuns Hlíðkvist og háttvísibikar GSÍ

Arnar Smári Bjarnason GB, hlaut fyrir skömmu verðlaun úr  Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar fyrir árangur á árinu.

Arnar Smári var í desember jafnframt sæmdur háttvísiverðlaunum GB (Háttvísibikar GSÍ) fyrir árið 2014.

Bikarinn er veittur þeim ungling í GB sem skarar fram úr í æfingasókn, framförum, framkomu og ýmislegt sem prýða þarf ungan, efnilegan íþróttamann.