GB: Andrea Ásgríms og Örn Ævar voru á besta skorinu í Opna Borgarnes-mótinu
Í gær, sunnudaginn 5. ágúst fór fram Opna Borgarnesmótið. Keppnisform var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar og verðlaun veitt fyrir efstu 8 sæti í punktakeppni og besta skor í karla- og kvennaflokki, auk fjölda nándarverðlauna. Þátttakendur voru 192, (48 konur og 144 karlar) og 183 luku leik. Heildarverðmæti vinninga var um 700.000,-
Það var heimamaðurinn Eiríkur Ólafsson, sem sigraði punktakeppnina á 44 glæsipunktum. Á besta skori voru klúbbmeistarar GO og GS 2012, Andrea Ásgrímsdóttir, GO (80 högg), sem jafnframt átti lengsta teighögg kvenna og Örn Ævar Hjartarson, GS, 67 högg eða 4 undir pari. Glæsilegt!!! Á næstbesta skorinu af körlunum voru klúbbmeistari GB, Bjarki Pétursson og Magnús Lárusson, GKJ, 71 höggi, eða sléttu pari en jafnframt átti Magnús lengsta teighögg af gulum. Það sem einnig var glæsilegt var örninn sem Sigurður Elvar Þórólfsson, GL fékk á par-5, 13. brautinni en veitt voru nándarverðlaun fyrir að vera sem næstur pinna í 3 höggum, sem Sigurður Elvar hlaut með glæsibrag.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Í punktakeppni:
1. sæti á punktum 44 punktum Eiríkur Ólafsson, GB.
2. sæti á 42 punktum Hjörtur Ingþórsson, GR.
3. sæti á 41 puntkti Heiðar Henning Guðmundsson, GL.
4. sæti á 40 punktum Þórir Guðmundsson, GKG.
5. sæti á 39 punktum Elísabeti Böðvarsdóttir, GKG.
6. sæti á 39 punktum Vala Valtýrsdóttir, GKJ.
7. sæti á 39 punktum Helgi Karlsson, GSG.
8. sæti á 38 punktum Arnór Tumi Finnsson, GB.
Í höggleik í karlaflokki – besta skor:
1. sæti á 67 höggum Örn Ævar Hjartarson GS eða 4 undir pari vallar.
Í höggleik í kvennaflokki – besta skor:
1. sæti á 80 höggum Andrea Ásgrímsdóttir GO.
Nándarverðlaun:
1. Á annarri braut Eiríkur Karlsson, GL, 62cm.
2. Á áttundu braut Sigurður Jónsson, GG, 330cm.
3. Á tíundu braut Hlynur Þór Stefánsson, GO, 85cm.
4. Á fjórtándu braut Sigurður Jónsson, GG, 51cm.
5. Á sextándu braut Vilhjálmur Birgisson, GL, 47cm.
Næst holu í 2 höggi á 4 braut: Annabella Albertsdóttir, GB, 6cm.
Næst holu í 2 höggi á 15 braut: Ingvi Árnason, GB, 206 cm.
Næst holu í 3 höggi á 3 braut: Hlynur Þór Stefánsson, GO, 55 cm.
Næst holu í 3 höggi á 13 braut: Sigurður Elvar Þórólfsson, GL, 0 cm (örn).
Lengsta teighögg á 18 braut af gulum teig: Magnús Lárusson GKJ.
Lengsta teighögg á 18 braut af rauðum teig: Andrea Ásgrímsdóttir, GO.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


