Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2014 | 11:59

GÁS: Ásatúnsvöllur í fínu standi

Í dag er 15 stiga hiti og sól og tilvalið að skreppa austur fyrir fjall á glæsilegan Ásatúnsvöll.

Fyrir þá sem ekki vita hvar Ásatúnið er þá er fyrst keyrt á Selfoss og úr bænum og tekinn afleggjari til vinstri og keyrt sem leið liggur að Flúðum.

Þaðan er vegvísum fylgt í Ásatúnið.

Völlurinn er  í fínu standi.

Spilaðu í flottu umhverfi og njóttu veðurblíðunnar, komdu á Ásatúnisvöll!