Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 14:30

Gary Player um Spieth: „(Hann) er einn besti púttari sem ég hef séð!“

Rory McIlroy og Jason Day hafa bestu golfsveifluna af þeim „stóru 3″ í augnablikinu, en Jordan Spieth er einn besti púttari sem ég hef séð,“ segir  golfgoðsögnin Gary Player í viðtali við  Martin Dempster í The Scotsman.

Sjá má viðtalið við Player með því að SMELLA HÉR: 

Player er einn af upprunalegu „Stóru 3″ segir í viðtalinu að hann sé ánægður með að upp séu komnir aðrir 3 frábærir stórkylfingar, þ.e. Rory, Spieth og Day.

Jordan Spieth er nú nr. 1 á heimslistanum og er enn að venjast allri athyglinni sem hann fær og því að vera skotskífa fyrir aðra leikmenn, seigr Doug Ferguson hjá AP.

Spieth varð að vinna sig í gegnum 100 manns sem voru fyrir á leið hans á 1. teig á Pebble Beach. Þeir héldu fram aðgangsmiðum, derum, ljósmyndum og Masters flöggum og báðu um eiginhandaráritun og sumir báðu jafnvel um mynd með honum. Það sem var óvanalegt við þennan dag er að eftir að honum tókst loks að komast á 1. teig og slá með 3-járninu eftir miðri brautinni þá elti áhorfandaskarinn hann næstu 4 tímana.“

Þetta var á mánudaginn og nú hefst mótið fyrir alvöru!