Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 12:00

Gary Player hélt upp á 80 ára afmæli í Shanghaí

Golfgoðsögnin Gary Player, sem varð áttræður á sunnudaginn s.l. er í Shanghai þar sem hann styður HSBC Golf Business Forum og var í afmælisveislu til að halda upp á 150 ára afmæli HSBC mótsins.

Player, sem hefir sigraði í 9 risamótum og er öllum innblástur –  á níræðisaldri er hqnn sko alls ekki á því að hægja aðeins á sér – hann byrjar hvern dag á 1000 magaæfingum og er með 300 pund á  fótleggjaæfingartæki í æfingarsalnum.

Player hefir sigrað í  167 atvinnugolfmótum á heimsvísu og er aðeins 1 af 5 sem náð hefir Grand Slam-i í golfinu á ferli sínum.

Hann hefir einnig sigrað í 9 risamótum á öldungamótaröðinni og er sá eini í heimi sem náð hefir Grand Slam-i á báðum mótaröðum.

Í tilefni afmælanna sagði Player m.a.: „Þetta er stór vika fyrir golf í Asíu. Ég er ekki í nokkrum vafa að Kína mun sigra á Olympíuleikunum á næstu áratugum, svo ört er íþróttin að þróast í landinu. Með HSBC Golf Business Forum og flaggskip heimsmótanna – HSBC Champions, sem fram fer hér í Shanghai þá er gott að vera hér og styðja við bakið á íþrótt okkar.“