Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 12:30

Gary Player 78 ára sendir frá sér 3 DVD diska og sýnir að hann er enn í góðu formi – Myndskeið

Golfgoðsögnin Gary Player hefir sent frá sér 3 DVD diska sem nefnast Gary Player: A game for life.

Á þessum diskum gefur að finna góð golfráð, einnig varðandi mikilvægi þess að vera í góðu líkamlegu formi í golfinu, en Gary Player var einn af þeim fyrstu sem stundaði líkamsrækt samhliða keppnisgolfi og gerði sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir golfið.

Á 3. disknum tekur Peter Kessler viðtal við Player og þar sýnir Player, Kessler æfingarnar sem hann er búinn að gera að rútínu sinni í æfingasalnum.

Hann hefir löngum gert miklar endurtekningar í æfingum sem hann gerir og er þekktur fyrir að lyfta lóðum.

Player leggur einnig sérstaka áherslu á að styrkja fætur og læri en hann sagði m.a. eitt sinn: „Það er ekkert hægt að spila golf ef fæturnir eru ekki í lagi.“

Hér má sjá myndskeið (frá 2013)af æfingum sem Gary Player gerir og ótrúlegt að hann sé 78 ára (en það varð hann 1. nóvember s.l.) !!!  SMELLIÐ HÉR: