Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 08:00

Garreth Maybin hættur í golfi

Atvinnukylfingurinn Gareth Maybin tilkynnti að hann sé hættur í golfi, aðeins 36 ára.

Maybin hefir verið að kljást við úlnliðsmeiðsl frá árinu 2015 og dró sig m.a. þess vegna úr Johannesburg Open sl. febrúar.

Hann missti líka kortið sitt á Evróputúrnum í lok árs 2014 og viðurkenndi í fréttatilkynningu sem hann lét frá sér fara að sl. ár hafi verið „krefjandi.“

Maybin gerðist atvinnumaður í golfi 2015 og hefir keppt bæði á Opna breska og Opna bandaríska.

Hann var býsna nálægt því að vinna 3. sigur sinn á Evróputúrnum 2008, en tapaði í bráðabana á South African Open.

Norður-Írinn lauk 2010 keppnistímabilinu á topp-40 á stigalista Evrópu, en allt frá þeim góða árangri hefir í raun allt verið niður á við hjá honum.