Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2015 | 08:00

Gamli pútter Tiger seldist f. $ 29.000,-

Gamli pútterinn hans Tiger seldist á Ebay í s.l. viku fyrir $ 29.000 (sem er u.þ.b. íkr. 3,7 milljónir).

Venjulega myndi þessi Scotty Cameron púttar kosta $ 150 og það NÝR en ekki notaður eins og í þessu tilviki.

En kannski er það einmitt notkunin og hver það var sem notaði hann sem hækkar verðið á pútternum.

Pútterinn var í eigu og notaður af Tiger á hátindi ferils hans, frá árinu 2001 og handgerður af Cameron sjálfum, sem er einn eftirsóttasti og þekktasti pútter-smiður heims.

Pútternum fylgir áritað cover, innrömuð mynd og skjal um að pútterinn sé ekta þ.e. hafi verið í eigu Tiger.

Pútterinn er frá byrjun ársins 2001 þegar Tiger sigraði á Masters og fullkomnaði Tiger Slam-ið.

Pútterinn var samt aldrei notaður af Tiger í neinu móti. Þetta var vara-pútterinn hans – en bara það að hafa verið í eigu Tigers virðist hafa fengið verðið á pútternum til að hækka.

Gamli Scotty Cameron varapútter Tiger Woods, sem seldist á tæpar 3,7 milljónir

Gamli Scotty Cameron varapútter Tiger Woods, sem seldist á tæpar 3,7 milljónir