Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2015 | 10:00

Í gallabuxum á golfvelli?

Ein af hefðunum í golfinu er að allir skuli vera snyrtilega til fara á golfvellinum.

Ein aðalreglan varðandi klæðnað á golfvöllum er að bannað sé að vera í gallabuxum.

Í Bandaríkjunum eru gallabuxur næstum því þjóðbúningur og því kemur alltaf upp af og til umræðan þar af hverju eiginlega sé verið að banna fólki að vera í gallabuxum á golfvöllum?

Í góðri grein Golf Digest eru tilteknar nokkrar undantekningar þ.e. þegar mönnum er leyft að vera í gallabuxum og golfvöllum.

Þess er m.a. getið að í hinum fína Detroit golfklúbbi sé mönnum heimilt að vera í gallabuxum þeir þurfi bara að fara inn um hliðardyr og svo sé gerð undantekning ef gallabuxur séu í öðrum lit en þessum hefðbundna bláa og síðan er líka gerð undantekning ef maður er Michael Jordan (sjá mynd af Jordan í gallabuxum á golfvelli).

Michael Jordan

Michael Jordan

Grein Golf Digest er skemmtileg lesning og má sjá hana með því að SMELLA HÉR: