Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 06:15

GA: Vorfundur GA-kvenna 4. mars n.k.

Á heimasíðu GA má finna eftirfarandi frétt um Vorfund GA-kvenna:

Nú fer að styttast í vorið góða með hækkandi hitastigi og sól, þó ekki hafi það verið (í sl. viku). Vonandi hafði þið verið duglegar að fara í Golfhöllina til að viðhalda sveiflunni en þó aðallega til að hitta aðra skemmtilegar Golfgellur.
Vorfundurinn okkar verður föstudagskvöldið 4. mars kl.19.00 upp á Jaðri sem aldeilis er komin í nýjan búning.

Fundurinn byrjar kl.19.00 með borðhaldi og verðið er 4.000. Boðið verður upp á veislumat að hætti Jóns Vídalíns, skemmtidagskrá, kynning á vorferð o.fl. Gamlar nefndarkonur kveðja og nýjar taka við.

Hægt er að skrá sig á Facebook, á skráningarblaði niðri í Golfhöll, hringja niður í Ágúst, 857-7009 eða með því að senda póst á gagolf@gagolf.is Skráningu lýkur á þriðjudagskvöldinu.