Viktor Rafn klúbbmeistari GÁ 2015
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 11:30

GÁ: Viktor Rafn og Sigrún klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Álftaness var haldið helgina 14-16 ágúst. Þátttaka var góð, 41 voru skráðir og 36 luku leik. Veður var ágætt, nokkur rigning en lygnt með smá sólarglennum á milli. Ástand vallarins var frábært.

1-GÁ-meistarar
Spilað var um verðlaunasæti í nokkrum flokkum og urðu úrslitin eftirfarandi:

Karlar 1. flokkur – meistaraflokkur
1. Sæti og klúbbmeistari: Victor Rafn Viktorsson á samtals 220 höggum
2. Sæti: Einar Georgsson á samtals 243 höggum
3. Sæti: Guðlaugur Orri Stefánsson á samtals 245 höggum
Konur, án forgjafar
1. Sæti: Sigrún Sigurðardóttir á samtals 238 höggum
2. Sæti: Guðrún Ágústa Eggertsdóttir á samtals 242 höggum
3. Sæti: Helga Björg Sigurðardóttir á samtals 277 höggum
Konur, með forgjöf
1. Sæti: Sigrún Sigurðardóttir á samtals 208 höggum nettó
2. Sæti: Helga Björg Sigurðardóttir á samtals 214 höggum nettó
3. Sæti: Guðrún Ágústa Eggertsdóttir á samtals 227 höggum nettó
Karlar 2. flokkur, án forgjafar
1. Sæti: Steindór Grétarsson á samtals 259 höggum
2. Sæti: Björn Sveinbjörnsson á samtals 261 höggum
3. Sæti: Benjamin Jon Cleugh á samtals 265 höggum
Karlar 2. flokkur, með forgjöf
1. Sæti: Steindór Grétarsson á samtals 208 höggum nettó *
2. Sæti: Benjamin Jon Cleugh á samtals 208 höggum nettó
3. Sæti: Björn Sveinbjörnsson á samtals 216 höggum nettó
* umspil
Unglingaflokkur
1. Sæti: Kjartan Matthías Antonsson á samtals 190 höggum nettó
2. Sæti: Símon Ingi Sveinbjörnsson á samtals 195 höggum nettó
3. Sæti: Aron Björn H. Steindórsson á samtals 248 höggum nettó