Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2020 | 10:00

GA: Úrslit í Arctic Open 2020

Hinu árlega risamóti Arctic Open fyrir helgi, en spilað var fimmtudag og föstudag 25.-26. júní 2020.

Þátttaka var glæsileg, en nú í ár tóku hvorki fleiri né færri en 224 manns þátt.

Það var blíðskaparveður eftir að hafgolunni lægði báða daga og mikil stemming um allan völl.

Það sáust glæsilegir taktar hjá kylfingum og var sérstaklega gaman að sjá hve mikil gleði var meðal keppenda allt mótið.

Að mótinu standa öflugir styrktaraðilar, sjálfboðaliðar og starfsfólk og vill GA v þakka kærlega öllum, sem komu að því að gera þetta mót eins glæsilegt og það var.

Hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa mótsins:

Drivekeppni – Miðvikudagur

Aron Elí Gíslason – 306.5 metrar

Nándarverðlaun

Fimmtudagur

4. hola: Jóhann Heiðar Jónsson 44cm

8. hola: Bogi Nils Bogason 310cm

11. hola: Hafliði Sævarsson 171cm

14. hola: Friðjón Guðmundur Jónsson 143cm

18. hola: Gunnar Már Sigurfinnsson 120cm

Föstudagur

4. hola: Eyþór Hrafnar Ketilsson 217cm

8. hola: Reynir Valbergsson 160m

11. hola: Knútur Þórhallsson 115cm

14. hola: Arnar Árnason 125cm

18. hola: Skúli Arnarson 98cm

Punktakeppni með forgjöf

1. Eygló Birgisdóttir 84 punktar

2. Þórarinn Valur Árnason 81 punktar

3. Bjarni Þórhallsson 79 punktar

Höggleikur

1. Ólafur Auðunn Gylfason 146 högg

2. Jón Þór Gunnarsson 148 högg (betri seinni dag)

3. Víðir Steinar Tómasson 148 högg

Höggleikur 55+

1. Jón Þór Gunnarsson 148 högg Bose

2. Gauti Grétarsson 156 högg

3. Ögmundur Máni Ögmundsson 161 högg

Höggleikur Konur

1. Anna Jódís Sigurbergsdóttir 162 högg

2. Hrafnhildur Guðjónsdóttir 168 högg

3. Unnur Elva Hallsdóttir 174 högg (betri seinni hring)

Liðakeppni – 228 punktar

Víðir Steinar Tómasson

Jón Þór Gunnarsson

Eygló Birgisdóttir

Rúnar Tavsen