Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2015 | 23:45

GA-unglingar við æfingar á Flórídaskaganum

Það fer að styttast í að Íslandsbankamótaröðin hefjist nú síðar í mánuðnum og þar sem allt er enn á kafi í snjó og vetri brugðu unglingar í GA sér til Akraness (Flórídaskagans) í æfingaferð.

Fyrsta mót Íslandsbankamótaraðarinnar fer einmitt fram á Garðavelli þeirra Leynismanna á Akranesi, þann 23. maí n.k.

Lagt var af stað frá Akureyri á föstudaginn, 1. maí, tekin létt æfing eftir komuna og síðan spilaðar 36 holur í dag, 2. maí 2015.

Svangir GA-unglingar gæddu sér síðan á hamborgurum í Golfskála Leynis, sbr. mynd hér að neðan:

1-a-hammari

Fararstjóri í ferðinni er Anton Ingi Þorsteinsson.