Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 19:00

GA: Skúli Gunnar fékk ás!!!

Skúli Gunnar Ágústsson, sem er flestum GA félögum kunnugur var rétt í þessu að negla holu í höggi á 18. holu.

Hann notaði til þess 5 járn og lenti boltinn inn á flöt og skoppaði tvisvar og rúllaði svo ofan í.

Boltinn var allan tímann á leiðinni ofan í segir Skúli sjálfur.

Þetta var í fjórða skiptið á ferlinum sem hann fer holu í höggi!

Sportið er ekki flókið fyrir þennan meistara!