Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 12:00

GA: Nýr göngustígur búinn til á Jaðarnum!

Sl. helgi mættu nokkrir galvaskir GA félagar og felldu nokkur tré á Jaðrinum.

Ástæða þess er sú að göngustígur sem á að vera frá klúbbhúsinu og yfir á nýja par 3 æfingavöllinn fer í gegnum lundinn á milli núverandi sjöundu og áttundu brautar.

Þar var talsvert magn af trjám og því þurfti að fella nokkur svo að hægt væri að búa til göngustíg þar í gegn.

Snjóföl hafði fallið á Jaðarinn og því orðið nokkuð vetrarlegt um að litast.

Sjá má nýja stíginn á meðfylgjandi mynd:

Verið að búa til nýjan göngustíg

Verið að búa til nýjan göngustíg á Jaðrinum