Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2017 | 17:30

GA: Nýliðanámskeið vel sótt

Það er mikil gróska í nýliðastarfinu hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Á heimasíðu GA kemur fram að um 60 nýliðar séu skráðir á námskeið sem fram fara í Golfhöllinni á Akureyri næstu fimm vikurnar.

Alls verða þrír nýliðahópar í gangi og segir í frétt GA að þessi þróun sé gríðarlega jákvæð.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Sturla Höskuldsson sjá um þessi námskeið.

Ofangreindir golfkennarar biðja GA félaga að sýna því skilning, meðan námskeiðin fara fram, að Golfhöllin( þ.e. púttvöllurinn og netin) eru uppbókuð og því ekki hægt að æfa sig á þeim tímum.

Námskeiðin fara fram næstu 5 vikurnar: á miðvikudögum kl. 17-20 og á laugardögum frá 11:00-12:30 og 14:30-16:00.