Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2015 | 21:20

GA Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ í piltaflokki

Um helgina 15.-16. ágúst 2015 fór fram Sveitakeppni GSÍ í unglingaflokkum.

Á Jaðarsvelli á Akureyri var keppt hjá 18 ára og yngri pilta.

Alls tóku 14 sveitir þátt en leikinn var höggleikur á föstudaginn og í kjölfarið tók við holukeppni og úrslitaleikirnir fóru fram á sunnudag.

Úrslit í flokki 18 ára og yngri pilta:
1. GA
2. GK (1)
3. GKG (A)
4. GM
5. GR (B)
6. Hamar, Akureyri, Ólafsfjörður
7. GK (B)
8. GV
9. GR (A)
10. GHG/Sandgerði
11. GKG (B)
12. GO
13. GL
14. GH / GA

Sjá má öll úrslit í piltaflokki með því að SMELLA HÉR: