Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 21:00

GA Íslandsmeistari golfklúbba í drengjaflokki 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba hjá stúlkum og drengjum 15 ára og yngri fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 23.-25. júní 2021. Alls tóku 15 sveitir þátt frá 11 golfklúbbum. Framkvæmd mótsins tókst vel á flottum Strandarvelli og voru keppendur klúbbum sínum til sóma.

Í drengjaflokki léku Golfklúbbur Akkureyrar (1) og Golfklúbburinn Keilir (Hvaleyrin) til úrslita þar sem að GA hafði betur og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. GKG -1 varð í þriðja sæti eftir að hafa sigrað lið Golfklúbbs Vestmannaeyja í leik um þriðja sætið.

Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit og stöðu.

Smelltu hér fyrir stöðuna í höggleikskeppninni:

Mynd og texti: GSÍ